fbpx

Opin æfing hjá Ískórnum í Ólafíustofu

Ískórinn býður öll sem hafa ánægju og yndi af því að syngja hjartanlega velkomin á opna æfingu 1.mars kl. 19.00!

Söngur er góður fyrir sálartetrið og enn betra þegar sungið er í hóp. Það verður vel tekið á móti öllum.

Ískórinn æfir alla miðvikudaga í Ólafíustofu, húsnæði Íslensku kirkjunnar að Pilestredet Park 20 í Osló.


Á efnisskránni eru bæði íslensk og erlend lög.

Á næsta ári verður haldið kóramót íslenskra kóra í Evrópu í Þrándheimi.

Kórinn á sér langa sögu í borginni og margir sem eiga yndislegar minningar frá sínum tíma í kórnum. Í dag er kórinn mjög virkur og syngur við fjölbreytt tilefni bæði í kirkjunni og við aðra ólíka menningarviðburði.

Við hvetjum ykkur til þess að kíkja til þeirra á æfingu í kvöld og sjá hvort kórinn sé ekki eitthvað fyrir ykkur.

Fyrir þá sem vilja meiri upplýsingar er hægt er að senda póst á gudmas@outlook.com