fbpx

Ungmennahittingur í Ólafíustofu – Osló

Ungmennin í Osló hittast og spila Monopoly í Ólafíustofu föstudaginn 24.febrúar kl17:30-20:00

– Hver gleymir að fá 2000 kall þegar farið er yfir byrjunarreitinn og hver ætlar að kaupa Bankastræti?

Taco í matinn 🙂

Öll ungmenni 13 ára og eldri eru hjartanlega velkomin í spil, leiki, mat og spjall.

Tilvalið tækifæri til að æfa íslenskuna og kynnast jafnöldrum sínum frá Íslandinu góða.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Við vekjum athygli á því að leiðtogarnir okkar taka gjarnan á móti krökkunum á Oslo S eða Nationaltheatret og fylgja þeim til og frá Ólafíustofu á hittingana.
Endilega hafið samband við Rebekku æskulýðsfulltrúa á rebekka@kirkjan.no ef þetta gæti passað fyrir einhvern.