fbpx

Ungmennahittingur í Fangen på fortet í Nydalen, Osló

Föstudaginn 10.febrúar bjóðum við ungmennum 13 ára og eldri að hittast í Fangene på Fortet i Nydalen og leysa hinar ýmsu þrautir!

Mæting 17:30.

Skráning hjá rebekka@kirkjan.no eða á SnapchatSjáumst hress!


Fangene på Fortet er afþreyingarmiðstöð þar sem hópar geta keppt í ýmsum verkefnum og þrautum.Liðin fá lykil sem veitir aðgang að 48 spennandi og skemmtilegum herbergjum þar sem liðin eiga að leysa mismunandi þrautir í sameiningu. Blanda af Escape rooms og áskorunum þar sem stigum er safnað rafrænt.Hér reynir á eðlisfræði, sköpunargáfu, minni og rökfræði en síðast og ekki síst samvinnu!
Að lokum er svo hægt að fá að sjá niðurstöðurnar úr verkefnunum.Fangarnir í Fortinu eru fullkomið fyrir þá sem prófa eitthvað spennandi og krefjandi og verkefnin henta öllum – óháð líkamlegu ástandi og aldri.


Það eru 30 ókeypis bílastæði í bílastæðahúsi ( eftir kl. 16.) aðeins 50 metra frá innganginum og T-banastöðin Nydalen er 100 metra frá.


Myndin er fengin að láni frá heimasíðu Fangene på Fortet.