Elsku vinir Íslensku kirkjunnar í Noregi.
Íslenska kirkjan í Noregi er lifandi samfélag Íslendinga um allan Noreg og var það sannarlega árið 2022.
Kærleiksríkt og opið kirkjustarf sem býður m.a. upp á fjölbreytt helgihald og aðgengilegar athafnir, menningarviðburði og félagsstarf, fræðslu, barna- og æskulýðsstarf, fermingarfræðslu, sálgæslu og stuðning á erfiðum tímabilum.
Hlutverk Íslensku kirkjunnar í Noregi er að vera kærleiksríkt skjól sem Íslendingar í Noregi geta leitað til í gleði og sorg.Margs er að minnast frá árinu sem senn líður undir lok Það voru mörg hundruð Íslendingar sem tóku þátt í starfinu okkar árið 2022 og viljum við þakka ykkur öllum að heilum hug fyrir samverustundirnar
Við deilum hér með ykkur nokkrum myndum frá árinu Takk fyrir árið 2022