fbpx

Gæðastundir 10. nóvember kl. 12 í Ólafíustofu – Osló

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin til að eiga með okkur ljúfa og notalega Gæðastund fimmtudaginn 10. nóvember kl. 12.

Dásamlegt tækifæri til að eiga notalegt spjall á okkar íslenska ylhýra og njóta samveru í góðum hópi.


Við hefjum yfirleitt stundina með stuttri hugleiðingu og eftir það borðum við saman léttan hádegisverð.

Að þessu sinni ætla að heiðra okkur með nærveru sinni nýr sendiherra Íslands í Noregi, Högni Kristjánsson, ásamt konu sinni Ásgerði Ingibjörgu Magnúsdóttur.

Við hlökkum til að taka á móti þeim og ykkur.


Þið getið látið skrá ykkur í SMS-hóp og/eða tölvupósthóp Gæðastunda með því að hringja í Ólafíustofu eða senda tölvupóstpóst á berglind@kirkjan.no með nafni og símanúmeri og þá fáið þið sendar upplýsingar og áminningu fyrir hvern viðburð sem fram undan er.