
Spennandi gæðastundahittingur á fimmtudaginn, 13. okt kl. 12 í Ólafíustofu.
Til okkar kemur Silja Ósk Þórðardóttir vöruhönnuður og þjóðfræðingur með örstutt erindi sem nefnist Fylgihlutir – Búningur sjálfsmyndar.
Silja Ósk er frá Snæfellsnesi en hefur búið lengst í Reykjavík þar til hún flutti til Oslo fyrir nærri 3 árum ásamt eiginmanni sínum og tveim sonum.Silja notar bakgrunn sinn í vöruhönnun og tengir við þjóðfræðileg viðfangsefni. Hún hefur mest verið að skoða efnismenningu og er samband manna við hlutina í umhverfi sínu og er notkun þeirra henni hugleikin.
Í þessum fyrirlestri skoðar hún einstaklinginn og fylgihluti. Hvernig við notum fylgihluti til að tjá sjálfsmynd okkar og hvernig þeir nýtast í daglegum flutningi sjálfsins. Fylgihlutunum fylgir oft saga eða minningar sem segja margt um tengsl einstaklingsins við umhverfið og sjálfan sig.
Verið öll hjartanlega velkomin!
Léttar veitingar, rjúkandi heitt kafffi og ekki síst notaleg haust stemming í Ólafíustofu.