fbpx

Bangsablessun í Sandefjord á sunnudaginn

🐻Verið hjartanlega velkomin í Sandar menighetshus á sunnudaginn 25.september kl 14.00.

Margrét Ólöf og sr Inga leiða fjölskyldustundina.Bangsar, dúkkur, furðudýr og dótakallar eru sérstaklega boðin velkomin þar sem þessum dýrmætu leikfélögum er boðin blessun.

Svo er auðvitað líka sungið, kveikt á kertum og sögð saga. Eftir stundina í kapellunni er yndislegt pálínuboð í kjallaranum en þar er frábær leikaðstaða fyrir krakkana og hugguleg setustofa fyrir fullorðna fólkið.

Verið hjartanlega velkomin! Og bangsakrúttið líka!