fbpx

Sönghópurinn Björgvin – kórastarf

Við heyrðum í sönghópnum Björgvin sem er að hefja starf sitt eftir sumarfrí. Þau bjóða nýja söngfugla velkomna og sögðu okkur aðeins frá næstu verkefnum.

Verið er að skipuleggja opna æfingu um þessar mundir og eru öll boðin velkomin á opna æfingu

í Skjold kirkju mánudaginn 3.október kl 19 :15 – 21:15

Þau óska sérstaklega eftir karlaröddum, en allir eru að sjálfsögðu velkomnir.

Hér er hlekkur á viðburðinn fyrir opna æfingu!

Sönghópurinn hefur verið starfandi frá 2012 og fagnar því 10 ára afmæli í ár. Þetta er góður félagsskapur og starfsemin fjölþætt. Þau munu syngja á þjóðlagatónleikum með dúettinum Norðfólk í nóvember og við jólamessu kirkjunnar í desember.

Hápunktur skemmtilegheitanna er að taka þátt í kóramóti íslenskra kóra erlendis sem fer fram annað hvert ár, 2022 vorum við í Árósum og 2024 verður farið til Þrándheims og eru þau þegar farin að hlakka til.

Við sendum okkar bestu kveðjur til Bergen og erum virkilega spennt að sjá ykkur á þjóðlagatónleikunum í nóvember.