Það var margt um manninn í Osló í gær, bæði í messu og á tónleikum Mótettukórsins sem voru heiðursgestir hjá okkur. Kórsöngurinn var engu líkur og hefur líklega ekki làtið neinn ósnortinn eftir hlustunina.
Þekktar íslenskar perlur voru á dagskrá ásamt mótettum eftir Bruckner og Mendelssohn. Þjóðsöngurinn fékk einnig að fylla hvelfingar kirkjunnar.
Sr. Inga Harðardóttir predikaði og þjónaði fyrir altari, Þröstur Eiríksson lék á orgel.
Hjartans þakkir öll fyrir komuna