Endanleg dagskrá og tillögur til framhaldsaðalfundar 18.september 2022
Á aðalfundi Íslensku kirkjunnar í Noregi sem haldinn var þann 2. apríl síðastliðinn, var tekin ákvörðun um að halda framhaldsaðalfund. Samþykkt ársreikningar var gerð með fyrirvara um að fram kæmi skýring á lið 6 í ársreikningum, er varðar fjárdrátt og skráningu þeirra fjármuna, á þessum framhaldsfundi og einnig yrðu kláraðir þeir dagskrár liðir sem ekki náðist að fara yfir á aðalfundi í vor.
Stjórn kirkjunnar boðar nú til framhaldsaðalfundar sem haldinn verður í Ólafíustofu þann 18. september kl. 13. Jafnframt verður gefinn kostur á rafrænni þáttöku á Zoom.
Hér að neðan er að finna slóð á fundinn fyrir þá sem vilja fylgjast með og taka þátt í fjarfundi.
Smelltu hér til að fara inn á fundinn!
Meeting ID: 846 5284 1719
Hér að neðan má finna dagskrá og fundargögn.
dagskra-og-fundargogn-framhaldsadalfundar-2022