fbpx

Kyrrðarstund í Ólafíustofu – Osló

Verið hjartanlega velkomin til að eiga kyrrðarstund í Ólafíustofu annan hvern föstudag kl. 17.00.

Það getur verið gott að enda annasama viku á að róa hugann og fela allt sem hvílir á manni í hendur Guðs. 

Kyrrðarstundin hefst á að það er kveikt á kertum og lesið ritningarvers. Síðan leiðir presturinn bæn sem gefur rými fyrir íhugun og hugleiðslu og fyrirbæn fyrir öðrum. Íhuguninni lýkur á Faðirvor og blessunarorðunum. 

Boðið upp á te og ávexti eftir bænastundina.

Sjá nánari upplýsingar um dagsetningar í viðburðum hér á heimasíðunnu eða á Facebook síðu kirkjunnar.