fbpx

Mótettukórinn í heimsókn

Við erum orðin mjög spennt fyrir hátíðarmessu og tónleikum Mótettukórsins næstkomandi sunnudag eða þann 11. september í Sænsku Margaretakirkjunni í Osló.

Það er sérstakur heiður að hafa Mótettukórinn í heimsókn frá Íslandi, en kórinn mun leiða almennan söng og flytja fallega tónlist í messunni undir stjórn Harðar Áskelssonar.

Sunnudagaskólinn verður fyrir börnin og messukaffi með heitt á könnunni og góðu samfélagi á eftir fyrir alla.

Kl. 16.30 heldur Mótettukórinn svo stutta og hugljúfa tónleika sem hefjast á því að Þjóðsöngurinn fær að fylla hvelfingar kirkjunnar.

Á dagkrá tónleikanna eru þekktar perlur sem endurnæra sálina, m.a. Smávinir fagrir, og Hver á sér fegra föðurland, mótettur eftir Bruckner og Mendelssohn og fleira fallegt.

Verið hjartanlega velkomin!

Ítarlegri upplýsingar finnið þið hér: https://fb.me/e/1R5ScnIjy