fbpx

Ískórinn – kórastarf

Þann 14.september verður opin æfing hjá Ískórnum í Osló. Ef að þið komist ekki þann 14.september verður einnig möguleiki á því að kynna sér starfið og mæta á æfingu þann 21.september.

Ískórinn leitar að söngfólki í allar raddir.
Verið velkomin að koma, syngja, sjá og heyra.

Ískórinn er lítill blandaður kór í Ósló og hefur starfað síðan árið 1988.

Formaður Ískórsins er Guðmundur Ásmundsson.

Ískórinn æfir á miðvikudögum kl.19-21 í Ólafiustofu, Pilestredet Park 20.

Á dagskránni í haust er íslensk tónlist, gömul dægurlög, þjóðlög og norsk tónlist, m.a. Grieg.

Fyrstu tónleikar verða 22. september á Elvelangs.
Kórinn syngur einnig í guðsþjónustum hjá Íslensku kirkjunni.

Verið hjartanlega velkomin