fbpx

Söngflokkurinn Laffí – kórastarf

Nú er kórastarfið að fara í gang eftir sumarfrí og við ætlum næstu daga að kynna fyrir ykkur íslensku kórana í Noregi 🎼

Söngflokkurinn Laffí heldur til í Osló og býður upp á opna æfingu í Ólafíustofu næstkomandi þriðjudag kl 19:00.

Það eru mörg spennandi verkefni framundan, þar á meðal tónleikar tileinkaðir ljóðum Halldórs Laxness í október og þjóðlagatónleikar í nóvember.

Laffí leggur mikið upp úr góðum anda og félagsskap á æfingum.

Allir sem eru áhugasamir eru velkomnir á opna æfingu en meðlimir í Laffí þurfa að hafa gott tóneyra og geta æft sig heima á milli æfinga, auk þess að standast stutta raddprufu með stjórnanda 🎼

https://facebook.com/events/s/apen-%C3%B8velse-opin-%C3%A6fing/1103761660579086/