fbpx

Sunnudagsspjallið – Ólína Ákadóttir

Sunnudagsspjallið 💚🎼 Ólína Ákadóttir – Stundarómur 24.àgûst 2022 🎼

Nú þegar undirbúningur fyrir tónleikana Stundarómur er á fullu ákváðum við heyra í Ólínu Ákadóttir píanóleikara hljóðið.

Tónleikarnir verða haldnir í sænsku Margareta kirkjunni í Osló og hvetjum við alla til að mæta. Ólína er búsett í Osló en þar sækir hún tónlistarnám við Norges musikkhøgskole.Hún er hæfileikarík, ung og efnileg í sínu fagi. Það verður spennandi að fylgjast með henni næstu árin 🌿

Gefum Ólínu orðið.

Hvenær byrjaðir þú í tónlist?

Tónlist hefur alltaf verið stór hluti af lífinu mínu en ég kem úr mjög músíkalskri fjölskyldu svo ég hef alltaf verið umkringd tónlist. Sjálf byrjaði ég að spila á píanó fjögurra ára gömul og hef spilað síðan þá og alltaf haft jafn gaman af!

Hvernig tengist þið sem eruð að halda tónleikana saman?

Hafrúnu og Steinunni kynntist ég í Menntaskóla í tónlist í Reykjavík þar sem við spiluðum í kammertónlistarhópum saman. Sumarið 2021 tókum við þátt í Listhópum Hins hússins þar sem við komum fram víðsvegar um Reykjavíkurborg og fluttum tónlist fyrir gesti og gangandi.

Daniel kynnist ég í tónlistarháskólanum hérna í Osló þar sem við spiluðum saman frumsamda tónlist eftir hann síðasta haust. Stuttu eftir jól kom upp sú hugmynd að halda tónleika bæði á Íslandi og í Noregi og fannst mér alveg tilvalið að tengja þetta frábæra fólk til að gera eitthvað flott saman.

Þannig varð upphafið af þessum tónleikum sem við erum alveg ótrúlega spennt fyrir að láta verða að veruleika núna í ágúst.

Við hverju má fólk búast þann 24.ágúst í Osló?

Fólk má búast við sannkallaðari tónlistarveislu þann 24. ágúst! Við munum flytja verk sem eru sum af fallegustu verkum sem ég þekki, eftir Jórunni Viðar, Edvard Grieg og Daniel Haugen. Tónskáldin eiga öll sinn sérstaka stíl en hafa það sameiginlegt að skapa gullfallega og tímalausa tónlist.

Á tónleikunum verða verkum skipt upp í þrenningar þar sem tónlist allra tónskálda blandast saman til að mynda eina heild. Þetta snið er nýjung og erum við ótrúlega spennt fyrir því að deila lokaútkomunni með ykkur.

Við þökkum Ólínu fyrir spjallið og óskum þeim öllum góðs gengis með tónleikana ❤️