Myndlist
Röðin er komin að Svanhildi Guðmundsdóttur sem hefur vakið athygli fyrir myndlist sína. Það þarf engan að undra enda verk hennar einstaklega skemmtilegog falleg.Svanhildur er fædd og uppalin á Flateyri við Önundarfjörð en er nú búsett í Lillestrøm í Noregi.
Árin á Flateyri hafa greinilega haft mikil áhrif á Svanhildi því íslenska andrúmsloftið skilar sér vel í gegnum myndlist hennar að ógleymdum fallegu kaffibollunum sem hafa vakið verðskuldaða athygli.
Þegar við forvitnuðumst um bakgrunn og áherslur Svanhildar í listinni svaraði hún:“Myndlistin og sköpunin hefur alltaf blundað í mér og fór virkilega á flug fyrir þremur árum þegar ég fór á vatnslitanámskeið í Noregi.Það gefur mér mikið að mála myndir frá mínum gamla heimabæ og umhverfinu þar um kring, hugurinn leitar sterkt þangað á köflum.Mér finnst ég eiga endalaust mikið eftir að læra og hlakka til að kljást við vatnslitina og sköpunina áfram.”
Við erum mjög spennt að fylgjast með þessari flottu konu næstu árin.
Fyrir áhugasama er Facebook síða Svanhildar hér: https://www.facebook.com/artsansybar/