fbpx

17.júní hátíðarhöld víðsvegar um Noreg

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní verður haldinn hátíðlegur víða um Noreg nú um helgina. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir þá staði sem við höfum fengið upplýsingar um frá Íslendingafélögunum sem standa fyrir hátíðarhöldunum á hverjum stað. Í Osló og í Þrándheimi verður messa á vegum Íslensku kirkjunnar og svo hátíðarhöld á eftir sem íslendingafélögin standa fyrir. Þess má geta að Íslendingafélögunum sem starfa í Noregi stendur til boða að sækja um styrk fyrir 17. júní hátíðarhöldum hjá Íslensku kirkjunni og við erum mjög þakklát fyrir þetta samstarf.