Það eru svo margir Íslendingar sem halda uppi heiðri þjóðmenningar okkar Íslendinga hér í Noregi og Guðný Ólafsdottir Sverkmo er sannarlega ein af þeim
Guðný er búsett í Þrændalögum og var virk að sækja morgunbollann okkar á Zoom í Covid.Þar kynntumst við henni betur en Guðný á mikið hrós skilið fyrir hvað hún gerir íslenska þjóðmenningu sýnilega á sínu svæði.Hún hefur mikla ástríðu fyrir íslensku handverki og matarmenningu.
Ef þið eruð á ferðalagi nálægt Namsos í sumar hvetjum við ykkur til að skoða síðuna hennar hér á Facebook: Gudny fra Bonhaug- Islandsk gårdsbakeri. Aldrei að vita nema þið finnið ástarpunga, rúgbrauð, kleinur eða annað gómsæti fyrir lautaferðina á ferðalaginu.Takk Guðný fyrir þitt ómetanlega menningarstarf sem þú sinnir svo vel til heiðurs íslenskri menningu