fbpx

Fermingarmessa í Bøler kirkju í Osló

Hátíðleg og ljúf fermingarmessa verður á mánudaginn, annan í Hvítasunnu, kl. 12 í Bøler kirkju í Osló.

Þrjú ungmenni ætla að segja já og staðfesta skírnina, Íris Björk Gunnarsdóttir sópran syngur, Ólína Ákadóttir leikur á píanó og sr Inga Harðardóttir leiðir stundina.

Þið eruð hjartanlega velkomin að vera með og upplifa einlæga og fallega stund með yndislegu fermingarbörnunum.

Sján einnig hér á facebook síðu kirkjunnar: https://fb.me/e/3AkfWSAbX