fbpx

Aðalfundur 2.apríl 2022

You need to add a widget, row, or prebuilt layout before you’ll see anything here. 🙂

Aðalfundur ársins fór fram í Nordberg kirkju laugardaginn 2. apríl að lokinni messu þar sem sr Inga Harðardóttir þjónaði fyrir altari og Ískórinn söng undir stjórn Birgit Djupedal.

Steinunn Þórðardóttir var fundarstjóri og Björn Hallbeck ritari. Elín Soffía Pilkington, formaður flutti skýrslu stjórnar, sr Inga Harðardóttir og Pálína Ósk Hraundal fóru yfir helgihald, safnaðarstarf og menningarstarf kirkjunnar á síðasta ári, Katla Sveinbjörnsdóttir fór yfir fjárhagsstöðuna og Steinunn Þórðardóttir flutti skýrslu Ólafíusjóðs.

Anna Guðný Júlíusdóttir, lögfræðingur fór yfir mál fyrrverandi gjaldkera, en söfnuðurinn hefur afhent öll gögn og er málið í höndum lögreglunnar.

Steinunn Þórðardóttir tók við formennsku í Ólafíusjóði og Margrét Gunnarsdóttir var kosin inn í stjórn sjóðsins. 

Guðjón Andri Rabbevåg Reynisson var kosinn inn í aðalstjórn. Gauji eins og hann er oftast kallaður hefur mikla ástríðu fyrir æskulýðsmálum og hefur mikla starfsreynslu innan kirkju og æskulýðsstarfa. Við bjóðum hann innilega velkominn í stjórnina.

Fundurinn var vel sóttur og safnaðargestir tóku virkan þátt í umræðum í sal og á netinu. Ekki var unnt að klára aðalfundastörf að þessu sinni og verður því boðað til aukafundar í haust.

Við þökkum fyrir þátttökuna og málefnalegar umræður.