fbpx

Fundarboð: Aðalfundur Íslensku kirkjunnar í Noregi, laugardaginn 2. apríl 2022 klukkan 14:00

Íslenska kirkjan í Noregi boðar til aðalfundar laugardaginn 2. apríl 2022 kl. 14:00. í safnaðarheimili Nordberg kirkju.

Á undan aðalfundi verður guðþjónusta í Nordberg kirkju sem hefst kl. 13.

Óskað er eftir framboðum í aðalstjórn.

Áhugasamir hafi samband við skrifstofustjóra Ólafíustofu Berglind Gunnarsdóttir á netfangið kjornefnd@kirkjan.no

Ársskýrslu safnaðarins fyrir árið 2021 er að finna hér undir

Dagskrá fundar:

  1. Formaður kannar hvort til fundar sé löglega boðað.
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Skýrsla stjórnar.
  4. Skýrsla sóknarprests.
  5. Skýrsla æskulýðsfulltrúa.
  6. Skýrsla menningarfulltrúa.
  7. Skýrsla Ólafíusjóðs
  8. Fjárhagsáætlun og ársreikningar lagðir fram til samþykktar.
  9. Kosning í stjórn safnaðarins.
  10. Kosning í stjórn Ólafíusjóðs.
  11. Kosning í nefndir
  12. Tillögur.
  13. Önnur mál.

Undir lið 9 þarf að kjósa:

Stjórn Íslenska safnaðarins

Sæti í aðalstjórn, Ingvar Örn Ingólfsson gjaldkeri hefur látið af störfum og því 1 sæti laust í aðalstjórn kirkjunnar.

Um aðalfund stendur í reglum safnaðarins eftirfarandi:

2.gr. Aðalsafnaðarfundur

Aðalsafnaðarfundur fer með ákvörðunarvald safnaðarins í málum þeim sem undir fundinn heyra samkvæmt lögum eða lögmætum ákvörðunum.

Aðalsafnaðarfundur er vettvangur starfsskila og reiknisskila af hendi stjórnar safnaðarins og einstakra nefnda á vegum safnaðarins. Þar skulu rædd málefni safnaðarins, þar á meðal þau mál sem lögmælt er að undir fundinn séu borin.

Aðalsafnaðarfund skal að jafnaði halda fyrir maí lok. Til hans skal boðað með fjögurra vikna fyrivara. Aðra safnaðarfundi skal halda ef meirihluti stjórnar safnaðarins óskar þess, eða 150 safnaðarmanna sem atkvæðisrétt hafa á safnaðarfundum.

Tillögur til aðalfundar skulu berast safnaðarstjórn fyrir 1. mars ár hvert.

Safnaðarmenn njóta kosningarréttar og kjörgengis á safnaðarfundum þegar þeir eru fullra sextán ára.

Adalfundarskyrsla-2021