fbpx

Tilkynning

Gjaldkeri Íslensku kirkjunnar í Noregi hefur látið af störfum fyrir söfnuðinn og vikið úr stjórn. Rökstuddur grunur liggur fyrir um að hann hafi misnotað fé safnaðarins.

Málið hefur verið kært til lögreglu sem fer með rannsókn málsins.

Stjórn, starfsfólk og prestur safnaðarins eru í góðu samstarfi við lögreglu, bókhaldsfyrirtæki og endurskoðanda.  Allt kapp er lagt á að upplýsa málið hratt og vel.

Þrátt fyrir þetta áfall ætlar Íslenska kirkjan í Noregi að halda ótrauð áfram að byggja upp lifandi og kærleiksríkt samfélag Íslendinga í Noregi með fjölbreyttu helgihaldi, hlýrri þjónustu og endurnærandi samverustundum.