fbpx

Helgistund á jólum

Gleðileg jól!

Jólahelgistundin okkar var tekin upp í Sænsku Margaretakirkjunni í Osló þegar ljóst var að helgihald myndi falla niður um jólin. Íris Björk Gunnarsdóttir syngur, Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu og Ólína Ákadóttir leikur á flygilinn. Sr. Inga Harðardóttir les jólaguðspjallið og flytur hugleiðingu.

Við vonum að þið mætið ykkur sjálfum og náunganum með mildi og væntumþykju á tilfinningarríkum og krefjandi tímum.

Guð gefi ykkur gleði og frið á heilögum jólum ❤️