You need to add a widget, row, or prebuilt layout before you’ll see anything here. 🙂
Þakkir
Þakkir, fyrir hvern fagran morgun, þakkir, fyrir hvern nýjan dag. Þakkir, þú vilt mér lýsa, leiða lífs um æviveg.
Þakkir, þú gefur góða vini, þakkir, Guð elskar sérhvern mann. Þakkir, að ég get endurgoldið og elsku veitt í mót.
Þakkir, jafnt fyrir grát og gleði, þakkir, þú gefur styrk og þor. Þakkir, þú sorgir berð á burt og bætir angur allt.
Drottinn, náð þín er veitt án enda, Drottinn, ég ávallt treysti þér. Drottinn, ó, Drottinn þér ég þakka að ég þakka kann.
Texti: Martin G. Schneider – Kristján Valur Ingólfsson