fbpx

Ólafíusjóður

Ólafíusjóður er hjálparsjóður fyrir nauðstadda Íslendinga í Noregi. Hann er nefndur í höfuðið á trúkonunni Ólafíu Jóhannsdóttur, sem var brautryðjandi í hjálparstarfi á sinni tíð og starfaði meðal þeirra sem minnst máttu sín í Ósló upp úr aldamótunum 1900.

Ólafíusjóður var fyrst stofnaður á auka aðalfundi Íslenska safnaðarins í Noregi, 4. október 2009 og síðar formlega breytt í styrktarsjóð á aðalfundi þann 3. Maí 2020.

Sjóðnum er ætlað að mæta tímabundnum erfiðleikum hjá íslenskum einstaklingum, búsettum í Noregi, t.d. í tengslum við veikindi, dauðsfall eða önnur áföll sem dunið geta yfir einstaklinga og fjölskyldur.

Ólafíusjóður heyrir undir Íslenska söfnuðinn í Noregi sem er hans aðalstyrktaraðili en er rekinn sem sjálfstæð eining með eigin stjórn. Í stjórn sitja fjórir kosnir fulltrúar en sá fimmti er skipaður af stjórn Íslenska safnaðarins í Noregi.  

Sr. Inga Harðardóttir, prestur Íslenska safnaðarins í Noregi, er starfsmaður sjóðsins og tekur við umsóknum og leggur þær fyrir stjórn sjóðsins.

Hafa má samband við hana á  inga@kirkjan.no.

Einnig er hægt að sækja um styrki í Ólafíusjóð  með því að fylla út umsókn á heimasíðu safnaðarins kirkjan.no

Fyrir þá sem vilja styrkja Ólafíusjóð þá hvetjum við ykkur eindregið til þessa að mæta á tónleikana með Laffí á morgun í sænsku kirkjunni þar sem tekið verður á móti frjálsum framlögum í notalegri stemmingu með kaffi og kökum eftir tónleikana í hliðarsal kirkjunnar. ( Hlekk á miðasölu fyrir tónleikana er að finna í viðburði á facebook https://fb.me/e/1AR8d8c13 ).

Það sama á við um Ólafíumessu sem verður í sænsku kirkjunni á sunnudaginn kl. 15. Þar verður kirkjukaffi á eftir og tekið við frjálsum framlögum.

Einnig er hægt að leggja frjáls framlög inn á Ólafíusjóð:

Reikningsnúmer: 1506 30 91135
Vipps: 580447