Við erum mjög stolt að kynna fyrir ykkur Ólafíuvikuna sem haldin verður í tengslum við fæðingardag Ólafíu Jóhannsdóttur þann 22.október.Ólafía var merk kona í Íslandssögunni og sagan hennar spinnst saman við þá norsku þar sem hún bjó í Noregi stóran hluta ævi sinnar og vann hér mikið og gott starf í þágu þeirra sem minna mega sín. Því finnst okkur ekkert duga minna en að tileinka henni heila viku og fleiri fjölbreytta viðburði þar sem flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að sjá nánari upplýsingar um viðburðina á facebook síðu safnaðarins og heimasíðunni kirkjan.no.
- 16. okt Söngnámskeið fyrir börn og unglinga í Ólafíustofu – fjáröflun fyrir Ólafíusjóð
- 17. okt Söngnámskeið fyrir börn og unglinga í Ólafíustofu – fjáröflun fyrir Ólafíusjóð
- 17. okt Sunnudagaskólinn í Ólafíustofu
- 21. okt Handavinnukvöld -Ólafíuþema
- 22. okt Ungmennahittingur í Osló – bakstur fyrir fjáröflunarkaffi
- 23. okt Tónleikar – Laffí og Litla Laffí flytja Requiem eftir Fauré – fjáröflunarkaffi eftir tónleikana
- 24. okt Ólafíuganga kl. 13, helgistund með tónlist kl. 14 og fjáröflunarkaffi á eftir.