fbpx

Böðum börnin okkar í íslensku málumhverfi

Böðum börnin okkar í íslensku málumhverfi heima þegar tækifæri gefast til.

Þetta var inntakið í fyrirlestrinum sem Hlín Magnúsdóttir flutti fyrir okkur á Zoom síðasta þriðjudagskvöld, en Hlín er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræðum ásamt BA-gráðu í sálfræði og diplómagráðu í kennslufræðum og málþroska og læsi.

Í fyrirlestrinum endurtók Hlín þessa mikilvægu áherslu á að bjóða börnum meðvitað upp á tækifæri fyrir íslenska menningu og tungu. Hún lýsti þeim fjölda tækifæra sem eiga sér stað í hversdagslífinu til málþroska og lagði áhersla á að nám sé að finna allstaðar og ekki bara innan veggja skólastofunnar.

Hlín hefur unnið gjöfult starf fyrir íslenska tungu og heldur úti heimasíðunni https://fjolbreyttkennsla.is

Þar getið þið fundið ólík verkefni, spil og fleira sem hægt er að prenta út og njóta góðs af.

Í lok fyrirlestrar komu áhugaverðir punktar um hvar hægt væri að finna skemmtilegt íslenskt efni sem við ætlum að deila með ykkur fljótlega.