Miðvikudagsbænin kemur frá Vilborgu Dagbjartsdóttur heitinni, þeirri merku konu sem lést á dögunum 91 árs að aldri, blessuð sé minning hennar.
Guð
Alls staðar finn ég þig,
yndisleg návist þín
umvefur mig sem ljúfur sumarvindur.
Jörðin gengur sinn veg
gegnum myrkur, geimryk og glóandi sindur.
Hún snýr sér dansandi í hring
en dýrð þín er, Drottinn,
upp yfir mér og allt um kring.
Við látum fljóta hér með hlekk á sálm sem Pétur Ben samdi við ljóð Vilborgar, í flutningi Mótettukórs Hallgrímskirkju.