fbpx

Leiðtogadagur og skyndihjálparnámskeið

Síðastliðinn laugardag hittust leiðtogar, núverandi og verðandi leiðtogar í hópefli og fræðslu. Rebekka Ingibjartsdóttir æskulýðsfulltrúi sá um að hrista hópinn saman og farið var í alls kyns leiki til þess að hrista hópinn saman sem endaði svo daginn á því að fara saman út að borða.

Dagurinn brotinn upp með skyndihjálparnámskeiði þar sem starfsfólk og prestur slógust í hópinn og hnoðuðu og blésu á víxl. Rauði krossinn í Noregi sendi sinn fulltrúa á staðinn sem kenndi okkur á hjartastuðtækið sem Ólafíustofa á og fræddi okkur um ýmislegt sem gott getur verið að kunna sérstaklega þegar starfað er með börnum og ungmennum.

 

Myndirnar tala sínu máli en létt var yfir hópnum og við hvetjum alla sem hafa áhuga á að starfa með okkur, sem leiðtogar eða aðrir sjálfboðaliðar og hvar sem er á landinu,  að hafa samband við Rebekku (rebekka@kirkjan.no).