Vor
Regndropar hanga á snúrunni og glitra eins og demantar.
Páskaliljurnar reisa döggvot höfuð sín móti birtunnu.
Hlý morgunsólin strýkur allt mjúkum fingrum og þerrar tárin.
Nýr og hreinn heimur fagnar með klukknahljómi upprisu lífsins.
-Vilborg Dagbjartsdóttir