fbpx

Miðvikudagsbænir vika 20

Elskandi Guð

Frammi fyrir stríði, ofbeldi og árásum í heiminum okkar stöndum við varnarlaus, reið og sorgmædd. Hugur okkar er hjá systrum okkar og bræðrum sem búa við illsku og hatur, lífshættu og ótta, sársauka og þjáningu. Vanmáttug gagnvart miskunnarleysi manneskjunnar biðjum við þinn friðaranda að koma með mildi og kærleika í huga valdahafa og lægja öldur reiði, ofbeldis og hörku. Við biðjum þinn blíða anda að hugga og líkna, græða og vernda þau sem líða og þjást. Við biðjum að við fáum lifað í heimi sem velur kærleika fram yfir hatur, hugrekki fram yfir ótta, frið fram yfir stríð, og líf fram yfir dauða.

Amen

-Inga Harðardóttir