Sabína Steinunn Halldórsdóttir mætti til okkar á Zoom á þriðjudagskvöldið og var klukkutíminn þétt pakkaður fróðleik og frábærum hugmyndum um hvernig við getum í daglegu lífi, kryddað tilveruna til þess að auka skynjun og hreyfifærni barnanna okkar.
Kostir þess að læra og leika í náttúrinni er fjölmargir og Sabína deildi með okkur einföldum leiðum til þess að verja tíma með börnunum úti, hvernig við eflum jafnvægi, liðleika og samhæfingu, minnkum stress, aukum einbeitingu og úthald og ekki minnst eflum tungumálið með því að tala við börnin okkar, undrast með þeim og leyfa hugmyndafluginu að vera þar sem það á heima, á flugi, veita litlum og stórum hlutum og hljóðum eftirtekt og setja heiti á þessa hluti með þeim.
Við þökkum Sabínu hjartanlega fyrir dásamlegan fróðleik um spennandi efni.
Nýjasta bókin er Útivera – vetur sumar vor haust, sem inniheldur 52 spennandi hugmyndir til að fjölga gæðastundum fjölskyldunnar úti í náttúrunni á öllum árstímum og er skemmtilega myndskreytt af Auði Ýr Elísabetardóttur.
Leikjaheftið Leikgleði – 50 leikir, sem nálgast má ókeypis á netinu (https://mms.is/namsefni/leikgledi-50-leikir)
Færni til Framtíðar fyrstu bók Sabínu má finna í vefútgáfu á vef landlæknis (https://www.landlaeknir.is/…/Faerni-til-framtidar… )