fbpx

Miðvikudagsbænir vika 16

 

 

Friðarbæn heilags Frans frá Assisí

Drottinn, ger þú mig að farvegi friðar þíns,svo að ég færi kærleika þangað sem hatur er, fyrirgefningu þangað sem móðgun er, einingu þangað sem sundrung er,trú þangað sem efi er, von þangað sem örvænting er, gleði þangað sem harmur er, ljós þangað sem skuggi er. Veit þú, Drottinn, að ég sækist fremur eftir að hugga en láta huggast, skilja en njóta skilnings, elska en vera elskaður, því að okkur gefst ef við gefum, við finnum sjálf okkur ef við gleymum okkur sjálfum, okkur fyrirgefst ef við fyrirgefum og fyrir dauðann fæðumst við til eilífs lífs. Amen