fbpx

Miðvikudagsbænir vika 15

 

 

Sálmur 850

Hver stýrir veröld styrkri hönd

og stjörnur tendrað hefur?

Hver huggar þína hrelldu önd

og hjarta fögnuð gefur?

Það Guð þinn er sem gerir það.

Hann gefur öllu tíð og stað

og býr í brjósti þínu.

 

(Hvert er það vald, sem allt fram knýr,

en ásýn tjöldin hjúpa,

sem innst í vitund allra býr

og allra hné því krjúpa?

Á himni’ og jörðu heldur það,

þitt hjarta er því innsiglað,

þess nálægð nær úr fjarska.

 

Við lífsins barm, við dauðans dyr

vér drúpum þöglum vörum.

Þú sjálfur hnígur síð sem fyr

og seint átt von á svörum.

Ó, vesæll maður, mold ert þú.

Því minnstu Guðs þíns, vak og trú

og bið hann þig að blessa.)

 

Í hjarta þínu Guð þér gaf

sinn geisla úr himins boga.

Lát tendrast þína trú, er svaf,

sem tiginborinn loga.

Í þér er Guð. Í Guði þú.

Frá Guði kemur hjálp þín nú.

Ó, krjúp hans barn til bænar.

Lárus Blöndal