fbpx

Teiknimyndasamkeppni – Páskar 2021

Það eru farnar að berast dásamlegar páskamyndir í teiknisamkeppnina og við viljum hvetja alla krakka til að taka þátt. Í verðlaun eru glænýjar íslenskar bækur frá Forlaginu og verða veitt verðlaun í 3 aldursflokkum, 0-5 ára, 6-12 ára og 13 ára og eldri.

Það má senda okkur myndir í viðhengi á berglind@kirkjan.no ( má vel vera ljósmynd af myndinni) og þær verða svo birtar hér á facebook síðu safnaðarins og á heimasíðunni okkar kirkjan.no.