Teiknisamkeppni fyrir krakka á öllum aldri. Viðurkenningar í boði.
Íslenski söfnuðurinn í Noregi efnir til teiknisamkeppni í tilefni páskanna.
Hressir og óhressir krakkar á öllum aldri eru hvött til þess að taka þátt.
Þemað er páskar. T.d hvað þykir þér skemmtilegast að gera um páskana? Hvernig er draumapáskaeggið? Hæna eða ungi? Er sólin úti eða inni? Sól í hjarta og í sinni.
Veitt verða verðlaun fyrir nokkrar fallegar, frumlegar og fjölbreyttar myndir að mati dómnefndar í þremur aldurshópum, 0-5 ára, 6-12 ára og 13 ára og eldri.
Myndunum er hægt að skila með því að skanna inn eða taka mynd og senda í tölvupósti á kirkjan@kirkjan.no. Frestur til að skila inn myndum er annar í páskum ( 5.apríl)
Með myndinni er gott að það komi fram upplýsingar um nafn teiknara, aldur, lýsing myndefnis og farsímanúmer eða netfang forráðamanns.
Myndirnar sem berast í keppnina verða birtar á heimasíðu safnaðarins kirkjan.no og á samfélagsmiðlum safnaðarins. Myndirnar verða birta um leið og þær berast svo fylgist endilega með.
Haft verður samband við vinningshafana eftir páskana og allir vinningar verða sendir til viðkomandi.