fbpx

Hver vill ekki geta vakið upp draug…

Hver vill ekki geta vakið upp draug, af gömlum haug, ég græt eða syng þú gafst mér þó hring. Hættum að slást og reynum að finna… húmorinn í draugasögum.

Dagrún Ósk Jónsdóttir fór létt með það á fimmtudagskvöldið þegar hún sagði okkur sögur af draugum í íslenskri þjóðtrú, kenndi okkur að vekja upp draug og allar varúðaráðstafanir sem er gott að taka áður en farið er í slíkar gjörðir. Hún fór einnig yfir það hvernig má losna undan ofsóknum uppvakninga, afturganga og ættarfylgja sem eru alls ekki sami hluturinn en við sem hlustuðum á ættum alla vega að vera öruggari á eftir. Hvort sem draugar eru til eða ekki…

Fyrirlesturinn var skreyttur hrikalegum myndum eftir Sunnevu Guðrúnu Þórðardóttur  og við þökkum Dagrúnu og ykkur sem mættuð af öllu hjarta fyrir skuggalega kvöldstund.Þangað til næst!