fbpx

,,Íslenskan: hluti af lífinu“

Hlín Magnúsdóttir flutti í gærkvöldi, á Zoom, fyrir okkur áhugaverðan og spennandi fyrirlestur undir yfirskriftinni ,,Þetta tengir mig við upprunann minn», þar sem helsti markhópurinn voru foreldrar tvítyngdra barna.

Hlín er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræðum ásamt BA-gráðu í sálfræði og diplómagráðu í kennslufræðum, málþroska og læsi.  Hún hefur brennandi áhuga á öllu sem við kemur kennslu, uppeldi, menntun, sálfræði og börnum, og starfar sem deildarstjóri stoðþjónustu í samþættum leik- og grunnskóla. Þá heldur hún úti vefsíðunni fjölbreyttkennsla.is þar sem finna má fjöldan allann af námsefni og hugmyndum sem nýst geta foreldrum, kennurum og öðrum sem vinna með börnum.

Á fyrirlestrinum kynnti Hlín fjölbreyttar aðferðir til að viðhalda móðurmálinu og gaf okkur góð verkfæri til að efla orðaforða, màlþroska, ritun og lestur hjà tvítyngdu börnunum okkar hér í Noregi.

Fyrirlesturinn var vel sóttur og komust því miður færri að en vildu. Við ætlum að bregðst vel við þessum jákvæða áhuga og munum halda vegferðinni áfram með ólíkum viðburðum sem tengjast móðurtungumálinu okkar. Við hvetjum ykkur til þess að skoða öll þau vönduðu verkefni sem Hlín er með á vefsíðu sinni og á samfélagsmiðlum, sem hvetja til aukins málþroska með ólíkum hætti.

Hér má finna slóðina á vefsíðuna fjölbreyttkennsla.is

Nám er allskonar og Hlín sýndi okkur það í gær með sinni frábæru nálgun.Við erum í skýjunum með móttökurnar og sendum Hlín okkar innilegustu þakkir fyrir frábært kvöld.