Í dag 2.febrúar er Kyndilmessa. Í kirkjulífi samtímans er hún að mestu gleymd hátíð. Upphaflegt tilefni hennar byggir á Móselögum. Með kyndilmessunni 40 dögum eftir jól lýkur hinum eiginlega jólatíma, og föstutími hefst.
Samkvæmt gömlum sið er þessi dagur kallaður kyndilmessa vegna þess að farin var sérstök ljósaganga eða helgiganga til að minnast hreinsunar Maríu í musterinu 40 dögum eftir fæðingu Jesú, – en helgigöngur eru líka að mestu gleymdur siður. Í göngunni er sungið og þar eru borin logandi ljós á brennandi kertum – eða kyndlum. Þessi logandi ljós eru táknmynd Krists, líkt og páskakertið sem borið er inn þegar páskahátíðin rennur upp, það eru tákn um hið sanna og lifandi ljós sem kom í heiminn á jólum. Þetta heilaga ljós bar María á armi sínum í musterið þar sem Simeon, snortinn af heilögum anda lofaði ljós heimsins til endurlausnar hans. Kyndilmessan og ljós hennar hvetja til þess að við mætum Jesú Kristi með ljósi hinnar góðu breytni – í musteri hans og um síðir í dýrð eilífðarinnar.
Kyndilmessa er bænadagur á vetri en áður fyrr hófst vetrarvertíð daginn eftir kyndilmessu og þá var sérstaklega beðið fyrir sjómönnum. Alls kyns veðurtrú víða um hinn vestræna heim er tengd kyndilmessu og talið að hún eigi sér keltneskar rætur.
Á sólskin þennan dag að vita á snjóa síðar og hefur sú speki verið umort á íslensku eftir erlendum vísubrotum eða spakmælum og fer hér á eftir: