fbpx

Jóladagatal 24.desember

Í glugga 24 þökkum við ykkur kærlega fyrir að fylgjast með dagatalinu og fylgja okkur í aðdraganda jólanna á hinum ýmsu viðburðum.

Með jólakveðjum víðsvegar af landinu færum við ykkur hlýjar og einlægar óskir um gleði, frið og blessun Guðs á þessum óhefðbundnu jólum!

Við þökkum ykkur fyrir góðar stundir, hrós og hvatningu sem þið hafið veitt okkur á árinu, jákvæð viðbrögð við skapandi lausnum á krefjandi tímum og skilning og umburðarlyndi á breytingum með stuttum fyrirvara.

Við hlökkum til að eiga samleið með ykkur á nýju ári, á skjánum kannski fyrst um sinn, en svo vonandi í kirkjum landsins, skógum, borgum og bæjum, eða hvar sem okkur dettur í hug að koma saman á nýju ári!!

Gleðileg jól!!