Í glugga 23 er söngdívan Guðbjörg Magnúsdóttir sem syngur svo ljúft á jólatónleikum safnaðarins 27.desember.
Hún hefur m.a sungið inn á teiknimyndir, sungið í ótal hjónavígslum, árshátíðum, tekið þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins, bæði á Íslandi og í stóru keppninni í Svíþjóð árið 2000.
Guðbjörg hefur bæði lokið einsöngvaranámi og kennaranámi frá The Complete Vocal Institut í Kaupmannahöfn og starfar sem söngkennari/vocal coach hér í Noregi. Guðbjörg starfaði einnig sem söngkennari hjá Söngskóla Maríu Bjarkar í mörg ár og gaf út geisladiskinn Vindurinn Veit árið 2012.
Alveg frá því ég man eftir mér þá fórum við systkinin alltaf í leiðangur á aðfangadag með pabba á meðan mamma stóð vaktina í eldhúsinu og eldaði jólamatinn, besta mat í heimi auðvitað. Kærleikurinn leyndi sér ekki í matnum hennar mömmu.
Þetta kunnum við ekki alltaf að meta sem börn, en með árunum og sérstaklega síðar meir var þetta okkur mikilvæg lexía. Jólin eiga auðvitað að snúast um að gleðja og gefa. Þarna sáum við líka að fólk er allskonar, við erum jú allskonar.
Þegar við komum svo heim seinnipartinn fóru allir í sparifötin og á slaginu 18:00 féllumst við í faðma og hrópuðum gleðileg jól!