Gluggi 15 og í dag er vel við hæfi að æskulýðsfulltrúi safnaðarins Rebekka Ingibjartsdóttur eigi glugga dagsins. Hún vinnur metnaðarfullt starf og drífur með sér börn og ungmenni í leik og gleði í hlutastarfi fyrir söfnuðinn en stundar einnig fullt tónlistarnám því samhliða. Í dag kl. 15.30 flytur hún sitt lokapróf í söng og við óskum henni hjartanlega til hamingju með áfangann og þökkum kærlega fyrir sönginn.
107. Í KVÖLD SKULU LJÓSIN LJÓMA
– 1 –
Í kvöld skulu ljósin ljóma
og lýsa í húmið inn,
er brosandi barnaskarar
nú bera fram lofsönginn.
– 2 –
Þau syngja um blíða barnið
þann bróður sem eitt sinn var
lagður í jötuna lágu
en ljósið í heiminn bar.
– 3 –
Já, hlýtt var í hreysi smáu
og hvíld var þar gott að fá,
er ómaði englasöngur
um allar heimsbyggðir þá.
– 4 –
Þeir fluttu í fyrsta sinni
fagnaðaróð um hann.
Það barnið, Guðs son er síðar
sigur á dauðanum vann.
Texti: Jakob Sande – Höfundur ókunnur
Lag: Lars Søraas d. y.
Setjum hér með slóð á viðburðinn fyrir próftónleikana.