Þann 13. desember, á þriðja sunnudegi aðventunnar, skoðar sr Inga Harðardóttir aðventukransinn sem segir jólasöguna með sínum hætti.
Sú þjóð sem í myrkri gengur sér mikið ljós. Yfir þau sem búa í landi náttmyrkranna skín ljós. Því að barn er oss fætt. Sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla, hann skal nefndur: Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi. (Jes.9.1,5)
En í sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði í kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir en engillinn sagði við þá: Verið óhræddir! (Lúk. 2.8-9)