fbpx

Föndurkvöld og upptökur fyrir aðventuhátíð

Þó að flestir dagar séu líflegir og skemmtilegir hjá okkur þá eru sumir dagar sérstaklega spennandi. Og það á vel við um daginn í gær. Eftir nokkurn undirbúning og æfingar fóru fram upptökur í sænsku kirkjunni fyrir rafræna aðventuhátíð. Þar fylltu kirkjuna ljúfir jólatónar frá Ingu Þyrí Þórðardóttur, Dóru Ármannsdóttur, Gróu Hreinsdóttur og Hjörleifi Valssyni sem við getum varla beðið með að sýna ykkur og því fáið þið hér örstutt tóndæmi og nokkar myndir með.
Um kvöldið var svo fjörlegt föndurkvöld á Zoom þar sem Þuríður Drífa Sigurðardóttir sýndi hvernig hún föndrar fallegt könglatré, og Pálína prófaði sig áfram með hennar aðferð og skellti í krans úr könglum sem kom vel. Þær stöllur sýndu líka einföld jólatré úr stökum köngli sem gæti hentað vel sem föndur fyrir þau yngstu. Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna, það gefur okkur mikið að eiga við ykkur gott spjall og þið sem eruð búnar og þið sem ætlið að föndra krans megið endilega senda okkur mynd af lokaútkomunni til þess að birta hér á síðunni. Við leyfum svo myndum dagsins að tala sínu máli. Hlökkum til að ,,skjá“ ykkur næst🥰