fbpx

Jólatónleikar falla niður – verða sendir rafrænt

Okkur þykir leitt að þurfa að tilkynna að við höfum tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum áður auglýstum jólatónleikum íslenska safnaðarins.

Þetta er gert vegna ástandsins sem skapast hefur vegna covid-19 og þeirra tilmæla sem gefin hafa verið um að draga úr samkomum.

Miðar verða að sjálfsögðu endurgreiddir að fullu og upphæðin bakfærð inn á kort sem notað var við miðakaupin.

Við vekjum athygli á því að tónleikarnir verða sendir út rafrænt ykkur öllum að kostnaðarlausu þegar nær dregur jólum.

Dagsetning fyrir rafrænu jólatónleikana verður auglýst mjög vel síðar á okkar miðlum.

Með kærri kveðju