fbpx

Bókaklúbbur Ólafíustofu

Við viljum minna á bókaklúbbinn okkar „Bókaklúbbur Ólafíustofu“ fyrir alla unnendur góðra bóka.
Um það bil mánaðarlega ætlum við að taka fyrir og lesa/hlusta á eina sameiginlega bók og eftir lesturinn verður bókaspjall á Zoom fundi.
Við hefjum lesturinn á bókinni Hansdætur sem gefin var út fyrir stuttu. Höfundur bókarinnar er Benný Sif Ísleifsdóttir og hún ætlar sjálf að hitta okkur á Zoom þann 4. desember og leiða fyrsta bókaspjall vetrarins fyrir okkur.
Þið finnið Facebookhóp fyrir bókaklúbbinn okkar hér:
https://www.facebook.com/groups/299913121001108
Nánari upplýsingar hvernig þið nálgist bókina sem hljóðbók eða rafræna er að finna hér:
Skráning í bókaspjallið á Zoom þann 4.des er á palina@kirkjan.no
Njótið lestursins!