fbpx

Dagskrá nóvember

Við höfum einsett okkur það, að þó að við þurfum að fella niður marga skemmtilega viðburði, að vera lifandi og bjóða áfram upp á fjölbreytta dagskrá. Hér gefur því að líta dagskrá nóvember mánaðar en allir þessir viðburðir fara fram á netinu og þó það sé ekki alveg það sama að þá býður þetta upp á það að hér geta allir tekið þátt algjörlega óháð því hvar þeir búa. Viðburðirnir verða annað hvort hér á Facebook síðu safnaðarins eða á Zoom, en þá má finna hlekk á Zoom fundinn í tilheyrandi viðburði hér á síðunni okkar. Ekki hika við að hafa samband ef þið finnið ekki það sem þið eruð að leita að, vantar aðstoð við að tengjast eða vantar aðrar upplýsingar. Það má senda okkur skilaboð hér á Facebook eða tölvupóst á kirkjan@kirkjan.no.

Verið hjartanlega velkomin og við hlökkum til að sjá ykkur.

Með hlýjum kveðjum frá starfsmönnum Ólafíustofu