fbpx

Umhyggja á okkar tímum

Nú reynir enn og aftur á okkur sem einstaklinga og sem samfélag. Smitin aukast víða í samfélaginu og besta leiðin til að sýna umhyggju okkar og náungakærleika er með því að sýna ábyrga hegðun, vera heima ef við finnum fyrir votti af kvefi eða hálsbólgu, þvo og spritta hendur á undan og eftir öllu sem við gerum, og síðast en ekki síst að minnka félagslífið. Þetta vitum við. En við vitum líka að við þurfum á hvert öðru að halda. Þó við þurfum að hætta við ýmsa viðburði þessa dagana þýðir það ekki að við ætlum að skella í lás. Af umhyggju fyrir okkur öllum ætlum við að færa alla þá viðburði sem hægt er út undir beran himin eða á netið, og sumu verðum við að fresta þar til smithættan er liðin hjá. Viðtöl og spjall hjá prestinum er ennþá í boði, bæði í eigin persónu og á netinu, messur og tónleikar falla ekki niður enn um sinn og jólahátíðahaldið verður með spennandi öðruvísi sniði í ár.
Við auglýsum og kynnum viðburði, skráningar og breytingar á fb og heimasíðunni okkar og vonumst til að sjá ykkur fyrr eða síðar í öruggri gleði!
Farið vel með ykkur og Guð geymi ykkur ❤️