fbpx

Rokosjøen 7.-9. ágúst

Mikil gleði ríkti á tjaldsvæðinu í Rokosjøen síðustu helgi þar sem íslenskar fjölskyldur voru samankomnar til þess að gleðjast og eiga notalega samveru alla helgina. Hjartans þakkir til allra sem mættu og voru með okkur á staðnum.

Leikir og gleði, sumar, söngur og sólarlag voru einkennandi fyrir útileguna. Myndirnar tala sínu máli.

Um leið viljum við þakka eigendum tjaldsvæðisins, Valdísi og Sævari fyrir hlýlega móttöku og góða þjónustu. Sambærileg útilega verður á næsta ári um Verslunarmannahelgina.

Sjáumst hress aftur að ári.