Saga safnaðarins

Íslenski söfnuðurinn í Noregi var formlega stofnaður 1997. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson hafði fyrir þann tíma þjónað Íslendingum í Noregi um nokkurt skeið en hann var þá prestur íslensku kirkjunnar í Svíþjóð. Söfnuðurinn er hluti af Þjóðkirkju Íslands og gilda um hann starfsreglur þær er kirkjuþing setur um kirkjuna erlendis. Einnig gilda um söfnuðinn norsk lög og sú stefnumótun sem söfnuðurinn setur um starfsemi sína. Prestur er valinn til 5 ára í senn af fulltrúum safnaðarins og biskupi Íslands. Um prestinn gilda lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna íslenska ríkisins sem og þær starfsreglur sem kirkjuþing setur prestum Þjóðkirkjunnar.

Aðalfundur er haldinn á hverju ári, oftast eftir messu í Ósló síðasta sunnudag í apríl. Allir safnaðarmeðlimir eru hvattir til að mæta. Allir skráðir meðlimir 16 ára og eldri geta boðið sig fram til trúnaðarstarfa og hafa kosningarétt.
Prestar við söfnuðinn hafa verið:

Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson(1996-1999)

Sr. Sigrún Óskarsdóttir(1999-2001)

Sr. Hannes Björnsson (2001-2004)

Sr. Helgi Hróbjartsson(2004-2007)

Sr. Arna Grétarsdóttir ( 2007-2016)

Sr.Ása Laufey Sæmundsdóttir  var vígð sem annar prestur við söfnuðinn árið 2015. ( 2015-2017)

Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir 2016-2018

Sr.Lilja Kristin Þorsteinsdóttir sem annar prestur 2017

Starfandi prestur safnaðarins:

Sr. Inga Harðardóttir frá 2019